
Ráðhúsið í Osló séð frá Aker brygge. Sama dag tók ég aðra mynd af klukkunni þarna. Af óskiljanlegum ástæðum komst hún í ferðahandbók á netinu.


Tröppur hafa alltaf heillað mig. Alla vega síðan ég datt niður tröppurnar í MH 1991 og fótbraut mig. Þessar eru á t-banestöðinni Ryen í Osló og mér finnst blái liturinn efst fallegur.
Ég man eftir því að hafa einhvern tíma heyrt söguna af tilurð Ambassador Blvd. en ég er búinn að gleyma henni.
Þegar háfjallahótelið Fefor á Norður-Fróni í Upplandi var byggt þótti mönnum greinilega sjálfsagt að reykja meðan þeir sátu á klósettinu.


Þessa miða sá ég á ljósastaur og niðurfallsröri í Haußmannstraße í Stuttgart í febrúar 2005. Mér finnst brókin með pissublettinum alveg dásamleg.