2010-07-28

Skýjabakki


Ráðhúsið í Osló séð frá Aker brygge. Sama dag tók ég aðra mynd af klukkunni þarna. Af óskiljanlegum ástæðum komst hún í ferðahandbók á netinu.

i


Það voru ekki margir bæklingar í upplýsingakassanum í Jelling.

Strætóskýli


Þetta glaðlega strætóskýli sá ég á Jótlandi (á leiðinni til Jelling). Maður færi áreiðanlega ekki í vont skap af því að bíða eftir strætó þarna.

Gyllt þakskegg

Eitt af uppáhaldsmótífum mínum eru húsþök. Þessi turn stendur við Den gamle by í Árósum.

Trappa

Tröppur hafa alltaf heillað mig. Alla vega síðan ég datt niður tröppurnar í MH 1991 og fótbraut mig. Þessar eru á t-banestöðinni Ryen í Osló og mér finnst blái liturinn efst fallegur.

Amba$$ador blvd

Ég man eftir því að hafa einhvern tíma heyrt söguna af tilurð Ambassador Blvd. en ég er búinn að gleyma henni.

Smurt


Það er mikilvægt að nota rétt vax á skíðin og þá er svei mér gott að hafa svona hitamæli!

Nauðsynjar

Þegar háfjallahótelið Fefor á Norður-Fróni í Upplandi var byggt þótti mönnum greinilega sjálfsagt að reykja meðan þeir sátu á klósettinu.

Alexanderplats


Þessi mynd er tekin að morgni til á einni fjölförnustu U-bahnstöð Berlínar, Alexanderplatz. Ég stóð örugglega í hálftíma þarna til að geta tekið myndina. Mér leiðist fólk á myndum.

Hálfkúlur í Berlín


Á Oranienburgerstraße standa þessar risastóru hálfkúlur og bíða eftir því að fólk hendi glerflöskunum sínum í þær. Þjóðverjar þurfa náttúrlega alltaf að ganga einu skrefi lengra í ruslflokkun en aðrir, hér dugir ekki að flokka litað gler frá glæru. Brúnu gleri er kastað sér og grænu sér.

Dári pissar á sig í Stuttgart

Þessa miða sá ég á ljósastaur og niðurfallsröri í Haußmannstraße í Stuttgart í febrúar 2005. Mér finnst brókin með pissublettinum alveg dásamleg.