
Konan varð óð og uppvæg þegar hún sá styttuna hana langaði svo í hana. Amma hennar hafði keypt samskonar styttu (með hvítt blóm í hárinu) af farandsala einhverntíma fyrir langa löngu en mágur minn hafði svo fengið hana. Við ákváðum að bjóða í styttuna og að það skyldi vera ég sem byði í hana. Ég var með hundrað krónur á mér svo hún mátti ekki verða dýr.
Svo byrjaði ég að bjóða í styttuna, tíu, tuttugu, þrjátíu, fjörutíu krónur og þannig koll af kolli. Þegar ég var kominn upp í sjötíu áttaði ég mig á því að við vorum bara tvö sem buðum í styttuna. Ég og konan.