2010-11-23

Uppboð

Þessa gipsstyttu keyptum við á uppboði í hembygdsgården (samkomuhúsinu) í Ede rétt fyrir utan Hammerdal í Jämtlandi fyrir tveim árum.

Konan varð óð og uppvæg þegar hún sá styttuna hana langaði svo í hana. Amma hennar hafði keypt samskonar styttu (með hvítt blóm í hárinu) af farandsala einhverntíma fyrir langa löngu en mágur minn hafði svo fengið hana. Við ákváðum að bjóða í styttuna og að það skyldi vera ég sem byði í hana. Ég var með hundrað krónur á mér svo hún mátti ekki verða dýr.

Svo byrjaði ég að bjóða í styttuna, tíu, tuttugu, þrjátíu, fjörutíu krónur og þannig koll af kolli. Þegar ég var kominn upp í sjötíu áttaði ég mig á því að við vorum bara tvö sem buðum í styttuna. Ég og konan.

5 kommentarer:

Elísabet sa...

Og hvort hafði betur?

krummi sa...

Konan, náttúrlega. Hún hefur alltaf betur, enda er ég beta.

Elísabet sa...

Þegar ég horfi á styttuna, get ég ekki annað en velt fyrir mér hvað höfðaði svo sterkt til ykkar hjóna..

krummi sa...

Hún höfðaði ekki til mín, en æskuminningarnar báru konuna ofurliði.

baun sa...

Auðvitað, skil það. Ég keypti einmitt forljótan kertastjaka um daginn sem er alveg eins og var til á æskuheimili mínu. Furðulegt fyrirbæri, þessi fortíðarþrá.