2010-12-15

Clausholm (Holmegaard)


Ég hef alltaf verið svag fyrir slípuðu og sandblásnu gleri. Þegar ég bjó í Árósum sankaði ég að mér snapsa- og portvínsglösum úr seríunni Clausholm sem var framleidd hjá Holmegaard á árunum 1958-1982. Þessi glös voru sjaldséð í fornsölunum í Árósum en á netinu má finna dobíu af þeim. Þar kosta þau undantekningarlaust hvítuna úr augunum.

Glösin eru mjög brothætt (sumar hafa fundið upp á því að setja þau í uppþvottavélina og þau hafa ekki lifað þá salíbunu af).

2010-12-04

Clemens Antik

Við fórum með ungviðið í klippingu í morgun. Á meðan brá ég mér inn í Clemens Antik sem er verslun á tveim hæðum, troðfull af tekki, gleri og allskonar fíneríi. Ég keypti tekkborð þar á 100 krónur, nú er það nýolíuborið og fallegt og stendur undir diskójólatrénu okkar:

Þarna voru líka bústnar kerlingar:


Betulegir vasar:


Dásamlegar Amagerhyllur, sem mig langaði í en ég hélt aftur af mér:


Og þessir fínu mósaíklampar, sem kostuðu bara 50 krónur stykkið: