Mamma tók frá nokkra hluti sem amma og afi höfðu átt sem ég fékk að taka með mér heim.
Meðal annars voru þarna tveir litir blómavasar, varla meira en sex-sjö sentimetrar á hæð. Þetta er tékkóslóvakískt gler, skorið og með léttum bláum bjarma (ég elska blátt gler!)
Svo eru gersemarnar, öskubakkinn og sígarettukrukkan, eftir Guðmund frá Miðdal. Þetta stóð alltaf á borði í stofunni hjá ömmu og afa. Laufin hafa brotnað af öskubakkanum og svo verið límd aftur á.
Svo er þarna (vestur?)-þýskur vasi, brúnn og gulur með bláum doppum á:
Ég þekki ekki lógóið á miðanum og nenni ekki að gúgla því fyrr en allar vonir eru úti um að keramiksérfræðingarnir, Þórdís og Elísabet, viti hvaðan þetta kemur.
Visar inlägg med etikett erfðagóss. Visa alla inlägg
Visar inlägg med etikett erfðagóss. Visa alla inlägg
2011-06-26
2011-01-09
Mykolo
Hér á heimilinu kaupum við ekki sænskt postulín, við fáum það gefins. Smáhlutirnir hverfa hver á fætur öðrum úr skafferíi tengdamóður minnar og ganga í endurnýjun lífdaganna hjá okkur.
Skálin, sem er 28 sm löng og 11 sm breið þar sem hún er breiðust, er merkt Mykolo og kemur úr postulínsverksmiðju Uppsala-Ekeby.
Skálin, sem er 28 sm löng og 11 sm breið þar sem hún er breiðust, er merkt Mykolo og kemur úr postulínsverksmiðju Uppsala-Ekeby.
2011-01-07
Baukar
Það sló mig að ég var ekki búinn að setja inn myndir af Erik Kold baukunum sem mér áskotnuðust í haust sem leið. Amma mín keypti þá áreiðanlega í útibúi Kaupfélags Norður-Þingeyinga í Ásbyrgi einhvern tíma á níunda áratugnum. Hún fór í 100-ára afmælið hans afa á himnum í vor og mamma kom með þá til mín og líka tvo dýrindis kökubauka sem amma hafði átt. Blómabaukurinn er uppáhalds!
Prenumerera på:
Inlägg (Atom)