2011-01-07

Elgir

Tengdafaðir minn hefur stundað elgsveiðar alla sína hunds og kattar tíð. Frystikistan er full af ólseigu elgskjöti sem við tyggjum í öll mál þegar við erum hjá þeim í heimsókn. Elgurinn er mikilvægur hluti af lífinu, enginn fer út fyrir hússins dyr án þess að allir hrópi á eftir „Passaðu þig á elgnum!“

Þessir ægifögru Jie-plattar hanga upp á vegg hjá tengdaforeldrum mínum. Ég ætla einhvern tíma að læsa krumlunum í þá ...


Inga kommentarer: