2011-03-23

Önd

Þessa önd gaf góð vinkona mér fyrir mörgum, mörgum árum. Eiginkonu minni finnst hún ljót svo ég hef hana á skrifborðinu á skrifstofunni minni. Lykillinn sem maður notar til að trekkja öndina upp er týndur og tröllum gefinn. En það skiptir ekki aðalmáli, litirnir æpa nógu mikið á mann í annars svart-hvítu umhverfinu og það getur oft verið hressandi.

4 kommentarer:

Þórdís Gísladóttir sa...

Óneitanlega glaðlegir litir.

Elísabet sa...

Ég geri mér ekki grein fyrir stærð andarinnar, er hún á stærð við mús, stokkönd eða kött?

krummi sa...

hún er stærri en húsamús en minni en köttur. ætli hún sé ekki á stærð við barnshnefa.

ella sa...

Mér finnst að tröllin ættu við fyrsta tækifæri að skila lyklinum. Það gæti gert umhverfið ennþá líflegra á köflum.