Meðal annars voru þarna tveir litir blómavasar, varla meira en sex-sjö sentimetrar á hæð. Þetta er tékkóslóvakískt gler, skorið og með léttum bláum bjarma (ég elska blátt gler!)

Svo eru gersemarnar, öskubakkinn og sígarettukrukkan, eftir Guðmund frá Miðdal. Þetta stóð alltaf á borði í stofunni hjá ömmu og afa. Laufin hafa brotnað af öskubakkanum og svo verið límd aftur á.


Svo er þarna (vestur?)-þýskur vasi, brúnn og gulur með bláum doppum á:


3 kommentarer:
Vasinn er austur þýskur, Haldensleben.
Í sambandi við leir Guðmundar frá Miðdal, þá er maður hér á landi sem gerir við slíka gripi af miklu listfengi. Þessi maður heitir Ingvi Guðmundsson (sonur Guðmundar sjálfs). Ég á alltaf eftir að blogga um það, geri það kannski seinna. En Ingvi þessi kann eitt og annað fyrir sér í viðgerðum á leirmunum, það get ég sagt þér.
Þýski vasinn er Haldesleben. Æ, Elísabet er búin að skrifa það (hér er af minni síðu:http://antikogallskonar.blogspot.com/2011/04/haldensleben-vasar-og-paskaliljur.html) en þetta tékkneska gler er sérlega fagurt.
Alveg vissi ég að þið vissuð þetta! Þið eruð gersemar.
Skicka en kommentar