Ég hef alltaf verið svag fyrir slípuðu og sandblásnu gleri. Þegar ég bjó í Árósum sankaði ég að mér snapsa- og portvínsglösum úr seríunni
Clausholm sem var framleidd hjá Holmegaard á árunum 1958-1982. Þessi glös voru sjaldséð í fornsölunum í Árósum en á netinu má finna dobíu af þeim. Þar kosta þau undantekningarlaust hvítuna úr augunum.
Glösin eru mjög brothætt (sumar hafa fundið upp á því að setja þau í uppþvottavélina og þau hafa ekki lifað þá salíbunu af).
4 kommentarer:
Mjög fallegt glas - MJÖG
Þú segir þarna í lokin, innan sviga: "sumAr hafa fundið...".
Eru það bara konur sem gera þessi mistök? Spurning hvort ég klagi þig í Sigurbjörn;)
Baun tók orðin úr munni mínum. Ekkert smá elegant glas samt og alger óþarfi að vera að henda svona fíneríi í uppþvottavélina.
Ótrúlega fallegt.
Skicka en kommentar