2010-12-04

Clemens Antik

Við fórum með ungviðið í klippingu í morgun. Á meðan brá ég mér inn í Clemens Antik sem er verslun á tveim hæðum, troðfull af tekki, gleri og allskonar fíneríi. Ég keypti tekkborð þar á 100 krónur, nú er það nýolíuborið og fallegt og stendur undir diskójólatrénu okkar:

Þarna voru líka bústnar kerlingar:


Betulegir vasar:


Dásamlegar Amagerhyllur, sem mig langaði í en ég hélt aftur af mér:


Og þessir fínu mósaíklampar, sem kostuðu bara 50 krónur stykkið:

6 kommentarer:

Elísabet sa...

Ih, hvor er det herligt og smukt!

Elísabet sa...

Heita svona hillur í alvöru Amagerhillur? Af hverju?

krummi sa...

Á dönsku kallast þetta amagerhylde, af hverju veit ég ekki. Ætli þær hafi ekki verið búnar til á Amager í den.

Kristín í París sa...

Amma átti svona amagerhillu sem ég asnaðist til að láta frá mér þegar ég flutti í þriðja sinn yfir hafið.

Þórdís Gísladóttir sa...

Heita þær það ekki bara vegna þess að þær eru eins og A í laginu?
Ég er ekkert fyrir svona Amagerhillur en tekkborðið er fínt.

krummi sa...

Jú, það er líklegt! Ég er svo lítill málfræðingur að ég var ekki farinn að hugsa svo langt.

Hitt segirðu bara til að vera fúl á móti. Innst inni dreymir þig um að hafa Amagerhillu fyrir ofan eldhúsborðið, fulla af Aromati og Season all.