2010-10-12

Augnakonfekt


Þegar ég var sjö ára (haustið 1982) opnaði nýi skólinn á Kópaskeri. Hann var svo lagður niður í vor og börnunum er smalað saman eins og rollum í rétt í innsveitaskóla í miðjum Öxarfirði. Það kenndi margra grasa í nýja skólanum. Húsgögnin, gryfjan, flennistórar rennihurðir, klósett sem maður gat læst sig inni á. Reykingalyktin sem fyllti fljótt skrifstofuna hans Péturs. En stærst af öllu var tölvuherbergið sem var fyllt með nýjustu tölvum sem við fengum að forrita og leika okkur með. Svo man ég einna best eftir plastdúkku sem var hægt að taka öll innyfli og líffæri úr og skoða. Sum þeirra, eins og til dæmis lifrina og augað, var hægt að taka í sundur og sjá hvernig litu út að innan. Dúkkan var kvenkyns og það var náttúrlega mjög mikilvægt að læra hvernig hún væri útlits að neðan.

Fyrir nokkrum árum var ég á ferð í Älvdalen (í Dölunum í Svíþjóð) og kom í lítið skólasafn. Þar sá ég þetta auga. Það er alltaf eitthvað ógeðslegt við augu. Þau eiga helst að sitja föst í augnatóftunum. En það fékk mig alla vega til að minnast dúkkunnar sem ég lék mér með í skólanum heima. Sú minning yljaði mér.

3 kommentarer:

Þórdís Gísladóttir sa...

Börnin í Älvdalen eru örugglega vel menntuð í anatómíu augans miðað við hvað þetta virðist mikið handfjatlað.

Anonym sa...

Bróðir ... mér sýnist þér ekki veita af eins og einni almennilegri íslenskri skáldsögu svo þú getir rifjað upp móðurmálið áður en þú verður eins og konan sem ég hitti hjá frænku okkar háaldraðri. Hún talaði skelfilegan blending af dönsku og íslensku. ... langar þig í einhverja sérstaka bók ... ég skal senda þér. M

krummi sa...

Það eru náttúrlega ekki allir jafnheppnir að vera jafnfullkomnir og þú. Ég á nóg af bókum.