2010-11-05

Myrorna


Við skruppum til Málmeyjar í dag og skoðuðum teak-skenk á markaði fyrir notaðar mubblur. Myrorna (≈ Góði hirðirinn x 31) eru rétt hjá svo við ákváðum að fara þangað líka. Þar veit fólkið aðeins meira um verðmæti hluta en fólkið í Góða hirðinum, svo öllu dýrmætu er komið fyrir í læstum skápum og verðið er eftir því, hátt. Maður finnur enga Erik Kold bauka á skít og kanil.

Inn á milli finnur maður samt gersemar eins og litlu kisuna á myndinni. Hún kostaði ekki nema 5 krónur. Svo keypti ég líka heklunálar sem eru svo fínar að það er hægt að hekla tvinna með þeim.

(Emmaus, sem er í sömu götu, bíður betri tíma, við nenntum ekki).

Inga kommentarer: