2010-11-07

Nýr heimilismeðlimur


Nýjasti heimilismeðlimurinn var sóttur til Málmeyjar í morgun. Hann kostaði kúk og kanil og það þurfti að skrúfa undan honum lappirnar svo hann kæmist fyrir í bílnum.

Þegar var búið að bera á hann teakolíu og pólera hann aðeins varð hann næstum því eins og nýr. Nittsjö-plattinn fær að veita honum selskap.

Nú hefur geymslupláss heimilisins aukist um helming, en það er alveg hreint með ólíkindum hvað nútíma arkítektar eru sparsamir á skápaplássið.

4 kommentarer:

baun sa...

Mér finnst hann ýkt flottur. Til lukku!

Anonym sa...

Þessi er góður!!!
mhg

Anonym sa...

hvar er TVið?
g

krummi sa...

sjónvarpið var aldrei á þessum vegg (þetta er í horninu við borðstofuborðið)