2011-06-27

Hross

Fyrir helgi fórum við Ragna í kaffi til heiðursfólksins Elísabetar og Hjálmars. Það er varla til yndislegra og glaðara fólk og þar fengum við besta heimabakaða brauð sem ég hef borðað og dýrindis kaffi. Ekki nóg með það, við vorum líka leyst út með gjöf, þessari ótrúlega fínu hestamynd!

Í minningunni hangir svona mynd uppi á vegg í borðstofunni hjá ömmu og afa, en mamma segir að mig misminni. En það skiptir nú minna máli. Myndin er falleg og litirnir eru uppáhalds.

3 kommentarer:

Þórdís Gísladóttir sa...

Elísabet og Hjálmar eru svo mikið heiðursfólk að það ætti að búa til styttur af þeim.

Elísabet sa...

Merkilegt að þú skyldir rekast á hross sem til voru í höbbðinu á þér þegar þú varst barn. Og það í litlu kaffisamsæti í Austurbænum:)

ella sa...

Strokuhross?
Ég barasta hrökk við þegar ég sá lífsmark hér.