2011-06-27

Vasi


LOKSINS, segi ég nú bara, fékk ég afmælisgjöf frá systur minni!

Ég var við það að fara að taka hana af sakramentinu, en henni til happs gaf hún mér þennan forláta vasa frá Glit þegar ég heimsótti hana í síðustu viku. Hann er bláyrjóttur og eins og bústin kona í laginu. Mjúkur og fallegur. Núna fylla hvítu rósirnar úr garðinum mínum hann og ilmurinn ... bara að maður gæti fyllt internetið með honum!

1 kommentar:

ella sa...

Systur geta verið afar nytsamlegar.