2010-09-30

Danslagabandaveggmyndir

Svíar eru danslagabandaóðir. Á árum áður var heill iðnaður í því að framleiða veggmyndir, plötuumslög og allskonar varning með myndum af danslagaböndum, þar sem meðlimir hljómsveitarinnar klæddust eins fötum. Oftar en ekki voru þetta myndir af hressu fólki sem trallaði og söng einhvers staðar úti í náttúrunni í skærlitum samfestingum með vindblásið hár. Í samkomuhúsinu í Evertsberg hanga veggspjöld meðfram öllum veggjum, þar á meðal þetta af Evert Sandin sem gaf til dæmis út plötuna Helkul i Dalom:



Evert Sandin syngur Gärdebylåten:

4 kommentarer:

baun sa...

Aðeins of hress tónlist fyrir minn smekk, en lillaða skyrtan er pen.

krummi sa...

Bartarnir uppáhalds! Þvílíkt svekkjandi að vera með grátt, þunnt hár og rautt, gisið skegg ...

Þórdís Gísladóttir sa...

Þetta er ömurlegur tónlistarmaður en myndirnar frá Dölunum gleðja mig.

krummi sa...

Lill-Babs hékk þarna líka!