2011-02-21

Frískir fiskar


Um daginn pantaði ég veggspjald frá Veggspjaldasafninu í Árósum. Það er eftir Aage Rasmussen (1913-1974) sem lærði við Teknisk skole í Kaupmannahöfn. Hann er kannski þekktastur fyrir auglýsingar sem hann teiknaði fyrir DSB í kringum 1940. Nú er veggspjaldið mitt komið í ramma og upp á vegg. Amagerhillan sem hékk þarna fær nýjan og betri stað þegar fram líða stundir.

1 kommentar:

ella sa...

Svona skilirí ætti að hanga á vegg hjá öllum sem eru að farast af umhyggju fyrir lífinu í hafinu, ættleiða hvali og tala um fiska sem kettlinga o.s.frv.
Bannað að lesa þetta eins og það sé neikvætt.