2011-02-10

Jón forseti

Þessi koparplatti með vangamynd af Jóni Sigurðssyni var gefinn út sem minjagripur 1944. Hann hangir á silfurþræði á skrifstofunni sem ég hef til afnota. Silla gaf mér hann þegar ég tók doktorsprófið og mér þykir óendanlega gaman að ég skuli eiga hann.

Hann er níðþungur og spanskgrænan þekur hann að aftan.

2 kommentarer:

Þórdís Gísladóttir sa...

Sætur er hann. Mamma á stóra mynd af Jóni úr leir sem hún erfði eftir ömmu. Ægileg hlussa alveg.

ella sa...

Ég óttaðist að þú værir hættur en þá virðist aulinn ég bara hafa klúðrað tenglinum einhvern veginn. Hjúkkitt. Það eru ekki of mörg íslensk blogg af þessu tagi.