2011-02-27

Úr fórum frúarinnar

Ég kvæntist til fjár, það má með sanni segja. Eiginkona mín er nefnilega ekki einungis rík af gáfum, hún á heilan fjársjóð hluta sem hún vill helst ekki hafa frammi við. Þeir eru grafnir lengst inn í eldhússkápunum og þegar ég fæ óðuna (sem gerist um það bil tvisvar á ári) og þvæ allt upp úr ródalóni, tek ég þá fram og dáist að þeim. Áðan fann ég til dæmis fallegan vasa frá keramikverskmiðjum Strehla í Þýskalandi. Hann er sirkabát 15 sm hár.
Þarna leyndust líka tveir danskir IRA-baukar sem eru svo fínir að maður tárfellir næstum við það að horfa á þá.


Í neðri bauknum eru þvottaklemmur, í þeim eftri drasl.

5 kommentarer:

Elísabet sa...

Grúví vasi!

Þórdís Gísladóttir sa...

Þetta er nú ekkert minna en unaðslegt. Þessir IRA-baukar fá mann heldur betur til að tárast.

Kristín í París sa...

Oh, svo fallegt, bæði vasi og baukar.

ella sa...

Skemmtilegt orð fórur:
hafurtask, útbúnaður, herfórur
eiga e-ð í fórum sínum hafa í vörslu sinni.
Konan þín kannski stríðsmaður?

krummi sa...

Konan er valkyrja, það vantar ekki. Hún lætur alla vega ekki vaða yfir sig.