2011-01-31

Sveskja

Stig Lindberg er vafalaust einn af þekktustu hönnuðum Svía. Hann vann lengi í postulínsverksmiðju Gustavsberg, hannaði sjónvarpstæki, textíl og myndskreytti bækur, m.a. bækur Lennarts Hellsings. Ef konan fengi að ráða væru allir veggir hússins þaktir Lystigarðinum. En hún fær ekki alltaf að ráða.

Fyrir utan nokkrar undirskálar með mynstri eftir Lindberg eigum við mjólkurkönnu úr seríunni Prunus sem var framleidd á árunum 1962 – 1974. Við notum hana aldrei af því að það sullast meira niður með köntunum en í glasið þegar maður hellir úr henni. Hún er ágæt fyrir túlípana.

2 kommentarer:

Anonym sa...

En hún er falleg samt. M

Elísabet sa...

Mjög fín.