2011-06-26

Arfurinn

Mamma tók frá nokkra hluti sem amma og afi höfðu átt sem ég fékk að taka með mér heim.

Meðal annars voru þarna tveir litir blómavasar, varla meira en sex-sjö sentimetrar á hæð. Þetta er tékkóslóvakískt gler, skorið og með léttum bláum bjarma (ég elska blátt gler!)


Svo eru gersemarnar, öskubakkinn og sígarettukrukkan, eftir Guðmund frá Miðdal. Þetta stóð alltaf á borði í stofunni hjá ömmu og afa. Laufin hafa brotnað af öskubakkanum og svo verið límd aftur á.



Svo er þarna (vestur?)-þýskur vasi, brúnn og gulur með bláum doppum á:

Ég þekki ekki lógóið á miðanum og nenni ekki að gúgla því fyrr en allar vonir eru úti um að keramiksérfræðingarnir, Þórdís og Elísabet, viti hvaðan þetta kemur.

3 kommentarer:

Elísabet sa...

Vasinn er austur þýskur, Haldensleben.

Í sambandi við leir Guðmundar frá Miðdal, þá er maður hér á landi sem gerir við slíka gripi af miklu listfengi. Þessi maður heitir Ingvi Guðmundsson (sonur Guðmundar sjálfs). Ég á alltaf eftir að blogga um það, geri það kannski seinna. En Ingvi þessi kann eitt og annað fyrir sér í viðgerðum á leirmunum, það get ég sagt þér.

Þórdís Gísladóttir sa...

Þýski vasinn er Haldesleben. Æ, Elísabet er búin að skrifa það (hér er af minni síðu:http://antikogallskonar.blogspot.com/2011/04/haldensleben-vasar-og-paskaliljur.html) en þetta tékkneska gler er sérlega fagurt.

krummi sa...

Alveg vissi ég að þið vissuð þetta! Þið eruð gersemar.