2010-09-10

Vasar

Maður vill ekki vera eftirbátur annarra og merkilegri gúrúa. Þess vegna safnaði ég nokkrum af vösum heimilisins á skenkinn og tók mynd af þeim. Þennan græna fengum við í sumar hjá tengdó. Hann er merktur Eneryda Glasbruk. Brúnguli vasinn er Bambu eftir Bo Borgström á Åseda Glasbruk. Hitt veit ég ekki hvað er, enda hef ég lítið vit á svona verðmætum.


7 kommentarer:

baun sa...

Snoturt er það. Er ekki svona glerdót yfirleitt ómerkt og erfitt að sjá hvaðan það er?

Krummi sa...

Ekki ef maður sé Þórdís. Þá getur maður haft uppi á öllu.

Þórdís Gísladóttir sa...
Den här kommentaren har tagits bort av skribenten.
Þórdís Gísladóttir sa...

Seiseise. Svo eru spjallrásir um gamalt drasl víða á internetinu. Bambú-vasinn er allavega frá Aseda og hannaður af Bo Borgström.

Anonym sa...

Úff ... ert' ekki til í að grúska í draslinu mínu næst þegar þú kemur heim og losa mig við eitthvað í leiðinni.
Mystir

Anonym sa...

Skenkur er ljótt orð.

krummi sa...

Þú kannt ekki gott að meta, systir góð.