2010-08-26

Bollar

Niðri í bæ eru tveir nytjamarkaðir, Erikshjälpen og Fyndkällaren. Fúkkalyktin og draslið í Fyndkällaren eru svo yfirgnæfandi að maður fer þaðan með meiri hausverk en maður kom með. Hjá Erikshjälpen eru kerlingarnar svo hægar og heyrnarlausar að maður stendur í hálftíma í röð (einn) áður en maður fær afgreiðslu. Þær vita samt hvað þær geta fengið fyrir hlutina. Rörstrand er til dæmis dýrt. Samt tókst mér að fá þrjá svona bolla fyrir 18 krónur í dag. Ég ætla að drekka kaffi úr þeim þegar Marimekkobollinn minn er í uppþvottavélinni.


Fyrir þá sem eru illa haldnir af staðlablæti (eins og t.d. ég og u.þ.b. níu milljónir Svía), þá stendur VDN fyrir varudeklarationsnämnden, P = postulín og 555 = engin hætta á því að komi sprungur í glerunginn, þolir alla matarrétti, þolir 75 gráður í uppþvottavél. Það var byrjað að merkja postulín með þessu á sjöunda áratugnum.

2 kommentarer:

Þórdís Gísladóttir sa...

Takk fyrir að fræða mig um staðlana, þetta er náttúrlega nauðsynlegt að vita.

Anonym sa...

Merkilegt!
Mystir