2011-01-09

Amagerhillan

Ég stóðst náttúrlega ekki mátið og keypti amagerhillurnar sem ég sá í antíkbúðinni á Clemenstorgi. Það er annar háttur á hér en í íslenskum skransölum, þar sem allt er selt á hæsta mögulega verði. Ég fékk hillurnar á spottprís, næstum því tvær fyrir eina. Í sömu búð keypti ég svo lítið hliðarborð á 100 krónur (það verður sett inn mynd af því seinna).

Núna er hillan, sú sem var ekki gefin í jólagjöf, komin upp á vegg og í hana refurinn góði og steinarnir sem mamma heklaði utan um.





ES: Óminnishegrinn er með mér nú sem fyrri daginn. Ég var auðvitað búinn að birta mynd af hliðarborðinu, en þá var það reyndar óolíuborið og ekki í fókus. Það er miklu fallegra í stofunni minni en í búðarkjallaranum sem ég fann það í.

Inga kommentarer: