2011-01-07

Baukar

Það sló mig að ég var ekki búinn að setja inn myndir af Erik Kold baukunum sem mér áskotnuðust í haust sem leið. Amma mín keypti þá áreiðanlega í útibúi Kaupfélags Norður-Þingeyinga í Ásbyrgi einhvern tíma á níunda áratugnum. Hún fór í 100-ára afmælið hans afa á himnum í vor og mamma kom með þá til mín og líka tvo dýrindis kökubauka sem amma hafði átt. Blómabaukurinn er uppáhalds!


3 kommentarer:

baun sa...

Geggjaðir baukar!

Þórdís Gísladóttir sa...

Blómabaukurinn er tjúllaður - og líka hinn með aðalsfrúnni.Ég á alveg eins Kold-bauka,m.a.s. með hveiti og haframjöli, mínir eru bara með rauðum blómum.

Harpa Jónsdóttir sa...

Hefðafrúin er nú heldur ekkert slor!